framkvæmdaleyfi
Arnarnesvegur - 3 áfangi
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 861
18. mars, 2022
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga verkfræðistofunnar Eflu f.h. Reykjavíkurborgar og Kópavogs að nýju deiliskipulag Arnarnesvegar 3. áfanga. Deiliskipulagstillagan nær til hluta Arnarnesvegar, nýjum 2+2 vegi ásamt tveimur nýjum hringtorgum, frá gatnamótum Arnarnesvegar og Rjúpnavegar að fyrirhuguðum gatnamótum Breiðholtsbrautar og Arnarnesvegar og veghelgunarsvæða hans sem nær að jafnaði 30 metra út frá miðlínu vegarins. Hluti veghelgunarsvæðis Arnarnesvegar er innan sveitarfélagsmarka Reykjavíkur, en stærsti hluti vegarins liggur innan sveitarfélagsmarka Kópavogs. Samhliða er gert ráð fyrir stofnstíg, aðskilinn hjóla- og göngustíg, frá Rjúpnavegi í Kópavogi og að Elliðaárdal ásamt tengistígum sem og meðfram Breiðholtsbrautinni og undir fyrirhugaða brú yfir Breiðholtsbraut. Jafnframt er gert ráð fyrir göngubrú/vistloki yfir veginn. Arnarnesvegur sem liggur innan marka skipulagssvæðisins er um 1,9 km að lengd og liggur frá suðaustur hluta Leirdals að grænu opnu svæði norðan Breiðholtsbrautar, samkvæmt deiliskipulagsuppdrætti verkfræðistofunnar Eflu dags. 13. desember 2021. Einnig er lögð fram greinargerð dags. 13. desember 2021. Tillaga var auglýst frá 21. janúar 2022 til og með 11. mars 2022. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Elísabet Rakel Sigurðardóttir dags. 10. janúar 2022, Ívar Örn Lárusson dags. 1. mars 2022, Ríkarður Sigmundsson dags. 3. mars 2022, Valgerður Helgadóttir dags. 4. mars 2022, Elísabet Guðrún Jónsdóttir dags. 8. mars 2022, Kristján Jónsson dags. 8. mars 2022, Bjarni Gunnarsson, dags. 10. mars 2022, Helgi S. Ólafsson dags. 10. mars 2022, Hjalti Atlason dags. 10. mars 2022, Guðbrandur Gimmel dags. 10. mars 2022, Sveinborg Hlíf Gunnarsdóttir dags. 11. mars 2022, Vinir Vatnsendahvarfs dags. 10. mars 2022, Ágústa Ýr Þorbergsdóttir dags. 10. mars 2022 og Halldór Páll Gíslason dags. 11. mars 2022. Að loknum athugasemdafresti barst athugasemd frá Bernharði Ólafssyni, Soffíu Eiríksdóttur, Aleksöndru Kojic og Heiðari Ásberg Atlasyni dags. 18. mars 2022. Einnig eru lagðar fram umsagnir frá eftirfarandi: Minjastofnun Íslands dags. 8. febrúar 2022, Veðurstofa Íslands dags. 28. febrúar 2022, Vegagerðin dags. 28. febrúar 2022, Umhverfisstofnun dags. 4. mars 2022, Náttúrufræðistofn Íslands dags. 4. mars 2022, íbúaráð Breiðholts dags. 8. mars 2022, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags. 10. mars 2022 og Skipulagsstofnunar dags. 16. mars 2022.
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.