breyting á deiliskipulagi
Grensásvegur 1
Síðast Frestað á fundi fyrir 1 ári síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 821
21. maí, 2021
Engar athugasemdir
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. maí 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 4. maí 2021 þar sem sótt er um leyfi til að byggja fimm hæða atvinnu- og fjölbýlishús með geymslu- og bílakjallara, eitt stigahús með lyftu og aðkomu bæði frá garði og götu, alls 41 íbúð á skilgreindum reit deiliskipulags C á lóð nr. 1 við Grensásveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. maí 2021.
Stærð nýbyggingar með kjallara er 4.617,2 ferm, 15.599,6 rúmm.
Erindi fylgir greinargerð arkitekts dags. 10. apríl 2021. Gjald kr. 12.100
Svar

Ekki er gerð athugasemd við erindið með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborga, sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga, sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. maí 2021.