breyting á deiliskipulagi
Hverfisgata 98A, 100 og 100A
Síðast Samþykkt að grenndarkynna á fundi fyrir 2 vikum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 840
8. október, 2021
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. október 2021 var lögð fram umsókn Helga Mars Hallgrímssonar dags. 21. september 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.174.1 vegna lóðanna nr. 98A, 100 og 100A við Hverfisgötu. Breytingin felur í sér að heimilt verður að sameina lóðirnar í eina lóð, setja kvöð um uppbrot byggðar í samræmi við fyrri lóðarmörk ásamt kvöð um þrjá innganga. Lyftustokkur og annar tækjabúnaður standi upp fyrir byggingarreit og íbúðum fækkar um tvær. Á lóð nr. 100 verður heimilt að byggja ofan á núverandi byggingu eða rífa hana og byggja nýja ásamt því að byggingarreitur minnkar og verður í samræmi við grunnflöt núverandi byggingar. Byggingarreitur og heimild fyrir kjallara fellur út ásamt því að sér byggingareitur stiga- og lyftuhúss fellur út, samkvæmt uppdr. Arkþing - Nordic ehf. dags. 16. september 2021. Erindinu var vísað til Meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Hverfisgötu 98, 100B og Barónsstíg 11, 11A og 11B.
Erindið verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynningu sbr. 7.6. gr., sjá gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1472/2020.

101 Reykjavík
Landnúmer: 101580 → skrá.is
Hnitnúmer: 10022410