breyting á deiliskipulagi
Hverfisgata 98A, 100 og 100A
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 1 ári síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 739
16. ágúst, 2019
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram umsókn Helga Mars Hallgrímssonar dags. 5. desember 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.174.1 vegna lóðanna nr. 98A, 100 og 100A við Hverfisgötu. Í breytingunni felst að ekki er lengur heimilt að rífa húsin að Hverfisgötu 98A og 100, en heimilt verður að hækka þau um eina hæð og ris. Í hvoru húsi má gera ráð fyrir einni íbúð á hverri hæð, allt að 4 íbúðum í hvoru húsi. Kvöð verður um aðkomu gangandi um undirgöng á Hverfisgötu 98A að baklóð. Heimilt verður að rífa núverandi hús að Hverfisgötu 100A og byggja í staðinn nýtt hús á lóðinni, kjallara, 3 hæðir og ris, með allt að 6 íbúðum af mismunandi stærðum. Heimilt verður að byggja svalir til suðurs allt að 1,6 m að dýpt. Á jarðhæðum má gera ráð fyrir íbúðum og því er ekki lengur skilyrði að vera þar með verslunar- eða þjónustustarfsemi, samkvæmt uppdr. Arkþings ehf. dags. 12. mars 2019. Einnig er lagt fram tillöguhefti ódags. Tillagan var auglýst frá 5. apríl 2019 til og með 21. maí 2019. Engar athugasemdir bárust.
Svar

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir lið 7.5, sbr. 12. gr. í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018. Greiðsla skal berast áður en deiliskipulagstillagan verður birt í B- deild Stjórnartíðinda.

101 Reykjavík
Landnúmer: 101580 → skrá.is
Hnitnúmer: 10022410