breyting á deiliskipulagi
Vindás-Brekknaás
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 882
1. september, 2022
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25 ágúst 2022 var lögð fram umsókn Bjargs íbúðafélags, dags. 19. ágúst 2022, um breytingu á deiliskipulagi Vindáss-Brekknaáss. Í breytingunni sem lögð er til felst að bæta við skilmála heimild um að svalir megi ná út fyrir byggingareit, 1,7m að hámarki, á lóðunum við Selásbraut 130 og 132 og Brekknaás 2, 4 og 8, samkvæmt tillögu Svövu Jóns, arkitektúr og ráðgjöf, dags. 19. ágúst 2022. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir óveruleg breytingu á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og þarf að greiða skv. 8.2. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1551/2021, áður en breytingin er auglýst í B- deild Stjórnartíðinda.