Bæta við glerhýsi og svölum. Færsla á aðalinngangi. og áður gerðar breytingar.
Langagerði 118
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 882
1. september, 2022
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 30. ágúst 2022 þar sem sótt er um leyfi til að gera glerhýsi við 1. hæð, gera nýjar svalir á svalahús suðurhliðar annarrar hæðar og aðalinngangur færður til, auk þess sem gerð er grein fyrir áður gerðum breytingum, þar sem m.a. er búið að breyta innra skipulagi fyrstu hæðar og gerð hurð út í garð á vesturhlið húss á lóð nr. 118 við Langagerði.
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Langagerði 110, 112, 114, 116 og 120.
Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynninguna, sbr. 8.1. gr. í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1551/2021.

108 Reykjavík
Landnúmer: 108588 → skrá.is
Hnitnúmer: 10015003