(fsp) nýting atvinnurýma á 1. hæð
Arnarhlíð 2
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 891
3. nóvember, 2022
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. október 2022 var lögð fram fyrirspurn NH eigna ehf. dags. 28. september 2022 ásamt greinargerð ALARK arkitekta f.h. NF eigna ehf. dags. 27. september 2022 um tvær hugsanlegar lausnir að nýtingu atvinnurýma á 1. hæð hússins á lóð nr. 2 við Arnarhlíð. Annars vegar gerð 10 íbúðareininga, þrjár sem snúa að Smyrilshlíð og sjö sem snúa að Arnarhlíð, ásamt hugsanlegri nýtingu húshorna fyrir aðra starfsemi t.d. verslun og kaffihús í bland við hótelstarfsemi. Hins vegar 100% nýtingu atvinnurýmis undir íbúðahótel þar sem gert væri ráð fyrir 17 íbúðareiningum í rýminu, samkvæmt uppdr. ALARK arkitekta ehf. dags. 27. september 2022. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. nóvember 2022.
Svar

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 3. nóvember 2022, samþykkt.