breyting á deiliskipulagi
Korngarðar 13
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 875
30. júní, 2022
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Guðmundar Odds Víðissonar dags. 3. nóvember 2021 ásamt greinargerð dags. 3. nóvember 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skarfabakka, Klettasvæðis, vegna lóðarinnar nr. 13 við Korngarða. Í breytingunni felst að legu byggingarreita er breytt ásamt því að breytt er nýtingarhlutfall fyrir millipalla úr 0,1 í 0,4. Akstur er heimilaður frá lóð og út á Korngarða og útakstur er heimilaður frá lóð út á hafnarbakka, samkvæmt uppdr. DAP ehf. dags. 15. mars 2022. Einnig er lagt fram bréf Faxaflóahafna sf. dags. 25. október 2021. Tillagan var grenndarkynnt frá 9. maí 2022 til og með 16. júní 2022. Eftirtaldir sendu athugasemdir: ARTA lögmanna f.h. Fóðurblöndunnar hf. dags. 27. maí 2022 og Faxaflóahafnir dags. 3. júní 2022. Einnig er lögð fram umsögn Veitna dags. 15. júní 2022.
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

104 Reykjavík
Landnúmer: 103902 → skrá.is
Hnitnúmer: 10108521