breyting á deiliskipulagi
Koparslétta 4-8
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 1 ári síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 847
26. nóvember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Grímu arkitekta ehf. dags. 23. september 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Esjumela, athafnasvæðis, vegna lóðanna nr. 4 og 6-8 Koparsléttu. Í breytingunni felst sameining lóðar 4 við lóð 6-8, sameining tveggja byggingarreita á lóðunum í einn, smávægileg færsla á legu og stærð innkeyrslu á sameinaða lóð frá Koparsléttu og krafa um mænishæð er felld niður, samkvæmt uppdr. Grímu arkitekta ehf. dags. 22. september 2021, br. 25. nóvember 2021. Tillagan var grenndarkynnt frá 13. október 2021 til og með 10. nóvember 2021. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Veitur dags. 9. nóvember 2021. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. nóvember 2021 og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. nóvember 2021.
Svar

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. nóvember 2021 samþykkt.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar

162 Reykjavík
Landnúmer: 204159 → skrá.is
Hnitnúmer: 10003993