breyting á deiliskipulagi
Koparslétta 5
Síðast Samþykkt að grenndarkynna á fundi fyrir 2 vikum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 846
19. nóvember, 2021
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. nóvember 2021 var lögð fram umsókn Ragnars Magnússonar dags. 4,. nóvember 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Esjumela vegna lóðarinnar nr. 5 við Koparsléttu. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit lóðarinnar um 4 m til suðausturs, samkvæmt uppdr. I62 ehf. ódags. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Koparsléttu 3 og Gullsléttu 4 og 6.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 7. 6.gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018.

162 Reykjavík
Landnúmer: 206632 → skrá.is
Hnitnúmer: 10108555