breyting á deiliskipulagi
Nýlendugata 21 og 21A
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 845
15. nóvember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. maí 2021 var lögð fram fyrirspurn Stefáns Arnar Stefánssonar dags. 5. maí 2021 ásamt greinargerð dags. 7. apríl 2021 um breytingu á deiliskipulagi Nýlendureits vegna lóðanna nr. 21 og 21A við Nýlendugötu sem felst í að auka megi porthæð við leyfða hækkun þaks á báðum lóðum, heimilað verði að hafa áfram tvær hæðir í bakbyggingu á lóð nr. 21 ásamt tengibyggingu við framhús, heimilað verði stigahús að gangstétt á lóð nr. 21A og stakstætt vinnuhúsnæði á baklóð á einni hæð ásamt því að heimilt verði að vera með sjö íbúðir innan lóða, samkvæmt uppdr. Argos ehf. dags. 1. febrúar 2021. Einnig var lagt fram yfirlit yfir núverandi stærðir og fyrirhugaða stækkun og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. júlí 2021. Lagt fram að nýju ásamt breyttri tillögu Argos ehf. dags. 4. nóvember 2021, sem m.a. gerir ráð fyrir 6 íbúðum í stað 7 íbúðir og sameiningu lóðanna. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. nóvember 2021.
Svar

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. nóvember 2021 samþykkt.

101 Reykjavík
Landnúmer: 100171 → skrá.is
Hnitnúmer: 10024239