breyting á deiliskipulagi
Nýlendugata 21 og 21A
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 862
25. mars, 2022
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Richard Ólafs Briem dags. 10. desember 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Nýlendureits vegna lóðanna nr. 21 og 21A við Nýlendugötu. Í breytingunni felst m.a. sameining lóðanna, stækkun og hækkun húsanna og að heimilt verði að gera sex íbúðir af mismunandi stærðum á lóðinni, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. VA arkitekta ehf. dags. 11. desember 2021. Einnig er lagður fram tölvupóstur Harnar Harðardóttur f.h. Ingibjargar Þ. Hallgrímssonar dags. 21. febrúar 2022, þar sem óskað er eftir frekari gögnum vegna grenndarkynningu, ásamt nýrri ásýndarmynd úr suð-vestri, dags. 25. febrúar 2022. Tillagan var grenndarkynnt frá 21. febrúar 2022 til og með 21. mars 2022. Engar athugasemdir bárust. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 28. febrúar 2022.
Svar

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

101 Reykjavík
Landnúmer: 100171 → skrá.is
Hnitnúmer: 10024239