1-3 - Fjölbýlishús - erindi BN057880 dregið til baka
Vatnsholt 1
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 809
19. febrúar, 2021
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 16. febrúar 2021 þar sem sótt er um leyfi til að byggja tvö þriggja hæða fjölbýlishús með 51 íbúð með opnum svalagangi ásamt frístæðum hjóla- og sorpgeymslum fyrir hvort hús, að mestu úr forsteyptum samlokueiningum, að hluta klædd utan með timburklæðningum og verða nr. 1 og nr. 3 á lóð nr. 1 við Vatnsholt.
Jafnframt er erindi BN057880 dregið til baka. Erindi fylgir útreikningur á varmatapi dags. 30. janúar 2021 og hljóðvistarskýrsla frá Hljóðtæknilausnir, útáfa 5, dags. 7. desember 2020. Stærð, mhl. 01, A+B-rými: 2.046,9 ferm., 5.931,7 rúmm. Mhl. 02, A+B-rými: 2.275,3 ferm., 6.570,9 rúmm.Mhl. 03: 70,6 ferm., 190,4 rúmm. Mhl. 04: 56,5 ferm., 159,7 rúmm. Samtals A+B-rými: 4.449,3 ferm., 12.852,7 rúmm. Gjald kr. 12.100
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.