breyting á deiliskipulagi
Silfratjörn 6-18
Síðast Samþykkt að grenndarkynna á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 878
20. júlí, 2022
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 3. júní 2022 var lögð fram umsókn Jakobs Emils Líndal dags. 30. maí 2022 varðandi breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóðarinnar nr. 6-18 við Silfratjörn. Í breytingunni felst að fyrirkomulag lóða í reit B við Silfratjörn er breytt á þann veg að bílastæðum er komið fyrir upp við hús inni á lóðunum Silfrartjörn 6-12 og 14-18. Við það færist akstursleið að lóðunum til norðurs, samkvæmt uppdr. ALARK arkitekta ehf. dags. 23. maí 2022. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt samþykki lóðarhafa nr. 6-32 við Silfratjörn mótt. 13. og 20. júlí 2022.
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Silfatjörn 6-32.
Þar sem samþykki lóðarhafa að Silfratjörn 6-32 liggur fyrir er erindið samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir lið 7.6, sbr. 12. gr. í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1551/2021 og skal greiðsla fara fram áður en breytingin er birt i B-deild Stjórnartíðinda.

113 Reykjavík
Landnúmer: 226823 → skrá.is
Hnitnúmer: 10126388