breyting á deiliskipulagi
Jöfursbás 9A, 9B, 9C og 9D
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 825
16. júní, 2021
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. júní 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. júní 2021 þar sem sótt er um leyfi til að byggja þriggja hæða fjölbýlishús með risi, að hluta steinsteypt og að hluta úr forsmíðuðum einingum, einangrað að utan og klætt báruðu og sléttu áli, með 14 íbúðum ásamt hjólaskýli sem verða mhl. 01 og mhl. 02 og verður fyrsti áfangi bygginga á lóð nr. 9 við Jöfursbás. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. júní 2021
Erindi fylgir hljóðvistargreinargerð frá Mannvit dags. 18. maí 2021 og greinargerð um brunavarnir frá Mannvit dags. 18. maí 2021. Stærð, mhl. 01, A-rými: 971,1 ferm., 3.466,8 rúmm. B-rými: 91,3 ferm. Samtals: 1.062,4 ferm. Mhl. 02, A-rými: 22,9 ferm., 80,2 rúmm. Gjald kr. 12.100
Svar

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. júní 2021 samþykkt.

112 Reykjavík
Landnúmer: 228388 → skrá.is
Hnitnúmer: 10131061