Endurnýjun glugga, svalir, tröppur, klæðning
Bergstaðastræti 50B
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 805
22. janúar, 2021
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. janúar 2021 þar sem sótt er um leyfi til þess að síkka tvö gluggaop og gera svalahurðir, gera svalir á norðurhlið, nýjar tröppur á suðurhlið, færa alla glugga í upprunalegt horf og klæða með timbri, íbúðarhús á lóð nr. 50B við Bergstaðastræti.
Stækkun: 44.8 ferm., 91,2 rúmm. Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 26. október 2020, umsögn Minjastofnunar dags. 15. desember 2020. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 18. desember 2020 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. desember 2020. Einnig fylgir bréf skipulagsfulltrúa dags. 21. desember 2020. Gjald kr. 11.200
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Baldursgötu 4, 6 og 6A,
Bergstaðastræti 48, 48A, 50, 50A, 52 og 52A og Laufásvegi 41, 41A, 43, 45, 45B, 45C og 47.
Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynninguna, sbr. 8.1. gr. í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1472/2020.

Landnúmer: 102172 → skrá.is
Hnitnúmer: 10007067