Fjölbýlishús - mhl.01
Jöfursbás 5
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 806
29. janúar, 2021
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Helga Mars Hallgrímssonar dags. 21. október 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Gufuness, áfangi 1, vegna lóðanna nr. 5 og 7 við Jöfursbás. Í breytingunni felst að lóðir stækka, byggingarmagn eykst, hámarksfjöldi íbúða verður skilgreindur, stærðir svalaganga og lágmarks salarhæð verði ekki takmörkuð umfram kvaðir byggingarreglugerðar, fallið verður frá skilmálum um að efstu hæðir þurfi að vera inndregnar og þess í stað verður heimilt að hafa húsin stölluð og að heimilt verði að svalir og útskot nái 2 m út fyrir byggingarreit nema að götu, samkvæmt uppdr. Arkþing/Nordic ehf. dags. 19. október 2020, br. 21. janúar 2021. Einnig er lagt fram samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða dags. 18. og 30. september 2020. Tillagan var auglýst frá 2. desember 2020 til og með 18. janúar 2021. Eftirtaldir sendu inn athugasemdir/umsögn: Veitur dags. 18. janúar 2021. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. janúar 2021 og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. janúar 2021.
Svar

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

112 Reykjavík
Landnúmer: 228386 → skrá.is
Hnitnúmer: 10131057