framkvæmdaleyfi
Flókagata
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 783
24. júlí, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 16. júlí 2020, um framkvæmdaleyfi vegna Flókagötu. Framkvæmdin felst í að útbúa göngustíg meðfram Flókagötu milli Rauðarárstígs og Lönguhlíðar og að aðlaga stíg frá Klambratúni að nýjum stíg, færa biðstöð Strætó og leggja nýja lýsingu við stíginn. Einnig lagðar fram teikningar Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. í júní 2020. Jafnframt lagður fram aðalskipulagsuppdráttur og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. júlí 2020.
Svar

Framkvæmdaleyfi samþykkt skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2020
Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 24. júlí 2020 . Vísað til skrifstofu sviðsstjóra til útgáfu framkvæmdaleyfis. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í . gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018.