breyting á deiliskipulagi
Iðunnarbrunnur 15
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 882
1. september, 2022
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. ágúst 2022 var lögð fram umsókn Úti og inni sf. dags. 4. ágúst 2022, ásamt minnisblaði Úti og inni sf., dags. 4. ágúst 2022, um breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóðarinnar nr. 15 við Iðunnarbrunn. Í breytingunni sem lögð er til felst að heilmilt verði að gera kjallara undir hluta hússins og að inngangur að efri hæð verði um opna yfirbyggða tröppu utanhúss, samkvæmt uppdr. Úti og inni sf. dags. 14. júlí 2022. Við breytinguna hækkar byggingarmagn lóðar og nýtingarhlutfall eykst. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Iðunnarbrunni 13, 17 og 19, þegar uppfærðir uppdrættir hafa borist embætti skipulagsfulltrúa.
Erindið verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynningu sbr. 7.6. gr. og 12. gr., sjá gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1551/2021.

113 Reykjavík
Landnúmer: 206074 → skrá.is
Hnitnúmer: 10079501