breyting á deiliskipulagi
Brautarholt 32
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 1 ári síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 882
1. september, 2022
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
483949
488149 ›
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. febrúar 2022 var lögð fram umsókn Kristins Ragnarssonar dags. 3. ágúst 2021 um breytingu á deiliskipulagi Skipholtsreits vegna lóðarinnar nr. 32 við Brautarholt. Í breytingunni sem lögð er til felst breyting á lóðamörkum, hækkun á vegghæð að Brautarholti, hækkun á nýtingarhlutfall vegna minni lóðar og B-rýma ásamt því að gert er ráð fyrir bílakjallara og að skilmálar um bílastæði verði endurskoðaðir, samkvæmt deiliskipulagsuppdr. KRark dags. 23. ágúst 2022 og skýringaruppdr. (tveir uppdr.) dags. 19. júlí 2022 og ódags. Umsækjandi var beðin um að hafa samband við embætti skipulagsfulltrúa og er erindið nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs.
Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1551/2021.

105 Reykjavík
Landnúmer: 195759 → skrá.is
Hnitnúmer: 10114063