Fjölbýlishús - 52 íbúðir
Rökkvatjörn 2
Síðast Synjað á fundi fyrir 2 vikum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 846
19. nóvember, 2021
Synjað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. nóvember 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. nóvember 2021 þar sótt er um leyfi til þess að byggja þrjú 4-hæða fjölbýlishús með kjallara, mhl. 01, 02 og 03, tengd saman á jarðhæð með einnar hæða lágbyggingum fyrir hjólageymslur og sameiginlega bílgeymslu, mhl.04, á lóð nr. 2 við Rökkvatjörn. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. nóvember 2021.
Stærðir: Mhl.01: 1.308.4 ferm., 4.139.9 rúmm. Mhl.02: 1.269.8 ferm., 4.140.3 rúmm. Mhl.03: 1.334.1 ferm., 4.149.5 rúmm. Mhl.04: 857.6 ferm., 2.493.7 rúmm. Erindi fylgir mæliblað 5.052.5 dags, 6. september 2021, hæðablað 5.052.5 útg. 2 dags. 27. september 2021 og ódagsett bréf hönnuðar vegna athugasemda skipulagsfulltrúa í umsögn dags. 10. september 2021, bréf hönnuðar dags. 10 ódagsett bréf hönnuðar v. athugasemda, greinargerð um hönnun brunavarna dags. 30. september 2021. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 10. september 2021 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. september 2021. Einnig fylgir bréf skipulagsfulltrúa dags. 13. september 2021. Gjald kr. 12.100
Svar

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 19. nóvember 2021.

113 Reykjavík
Landnúmer: 226871 → skrá.is
Hnitnúmer: 10126513