breyting á deiliskipulagi
Fossvogsvegur 8
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 843
28. október, 2021
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Guðmundar Gunnlaugssonar dags. 6. maí 2021 ásamt bréfi dags. 5. maí 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vigdísarlundar vegna lóðarinnar nr. 8 við Fossvogsveg. Í breytingunni felst að gerður er nýr byggingarreitur fyrir 15 bíla bílageymslu neðanjarðar ásamt rampa niður í hann, byggingarmagn eykst sem nemur bílakjallaranum og er það neðanjarðar. Heimild til að gera bílastæði framan við húsið er breytt úr 21 bílastæði í allt að 10 bílastæði, einnig er gerð heimakstursgata innan lóðar og fallið frá því að bakkað sé út í Fossvogsveg. Bílastæðaskilmálar eru endurskilgreindir til samræmis við "Hjóla og bílastæðareglur Reykjavíkurborgar og geta því að hámarki orðið 25 bílastæði á lóðinni, samkvæmt uppdr. Guðmundar Gunnlaugssonar arkitekts dags 30. júlí 2021. Tillagan var grenndarkynnt frá 20. september 2021 til og með 18. október 2021. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Veitur dags. 15. október 2021 og Jóhannes Albert Sævarsson dags. 18. október 2021. Einnig er lagður fram tölvupóstur Guðjóns Þorkelssonar dags. 17. október 2021 þar sem ekki er gert athugasemd við tillöguna
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

108 Reykjavík
Landnúmer: 225721 → skrá.is
Hnitnúmer: 10121124