breyting á deiliskipulagi
Fossvogsvegur 8
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 832
13. ágúst, 2021
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 14. maí 2021 var lögð fram umsókn Guðmundar Gunnlaugssonar dags. 6. maí 2021 ásamt bréfi dags. 5. maí 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vigdísarlundar vegna lóðarinnar nr. 8 við Fossvogsveg. Í breytingunni felst að gerður er nýr byggingarreitur fyrir 15 bíla bílgeymslu neðanjarðar ásamt rampa niður í hana. Heimild til að gera bílastæði framan við húsið er breytt úr 21 bílastæði í 15 bílastæði. Einnig er gerð heimaakstursgata og fallið frá því að bakkað sé í Fossvogsveg, samkvæmt uppdr. Guðmundar Gunnlaugssonar arkitekts dags 30. júlí 2021. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju .
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1472/2020.

108 Reykjavík
Landnúmer: 225721 → skrá.is
Hnitnúmer: 10121124