breyting á deiliskipulagi
Fossvogsvegur 8
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 835
3. september, 2021
Annað
479744
480214 ›
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 14. maí 2021 var lögð fram umsókn Guðmundar Gunnlaugssonar dags. 6. maí 2021 ásamt bréfi dags. 5. maí 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vigdísarlundar vegna lóðarinnar nr. 8 við Fossvogsveg. Í breytingunni felst að gerður er nýr byggingarreitur fyrir 15 bíla bílgeymslu neðanjarðar ásamt rampa niður í hana. Heimild til að gera bílastæði framan við húsið er breytt úr 21 bílastæði í 6 bílastæði fyrir íbúðirnar og 5 gestabílstæði. Einnig er gerð heimaakstursgata og fallið frá því að bakkað sé út í Fossvogsveg, samkvæmt uppdr. Guðmundar Gunnlaugssonar arkitekts dags 30. júlí 2021. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Leiðrétt bókun frá fundi skipulagsfulltrúa þann 13. ágúst 2021.
Rétt bókun er: Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Fossvogsbletti 2a, Kjarrvegi 1, 2, 4, 6 og Klifvegi 1, 2, 4 og Ánalandi 6.
Erindið verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynningu sbr. 7.6. gr., sjá gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1472/2020.

108 Reykjavík
Landnúmer: 225721 → skrá.is
Hnitnúmer: 10121124