breyting á deiliskipulagi
Hrísateigur 18
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 864
1. apríl, 2022
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. mars 2022 var lögð fram umsókn Magnúsar Alberts Jenssonar dags. 4. febrúar 2022 varðandi breytingu á deiliskipulagi Teigahverfis norðan Sundlaugavegar vegna lóðarinnar nr. 18 við Hrísateig. Í breytingunni felst að byggingarreitur er stækkaður til norðausturs og heimilt er að vera með svalir og stiga niður í garð á suðausturgafli hússins ásamt því að breyta bílskúrum á lóð í vinnustofur/geymslur, samkvæmt uppdr. teiknistofu Magnúsar Jenssonar dags. 4. febrúar 2022. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Hrísateigi 16 og 20, Otrateigi 3 og Sundlaugavegi 7.
Erindið verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynningu sbr. 7.6. gr. og 12. gr., sjá gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1551/2021.

105 Reykjavík
Landnúmer: 104085 → skrá.is
Hnitnúmer: 10020713