(fsp) - Fjölgun eigna
Fjólugata 19
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 754
6. desember, 2019
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 1. október 2019 þar sem sótt er um leyfi fyrir þremur íbúðum í húsinu, auka salarhæð í kjallara, stækka bílskúr, breyta aðkomutröppum, stækka og sameina svalir á 2. hæð, fjarlægja skorstein og endurnýja þak, einnig er sótt um leyfi til að hækka þak og koma fyrir sorpgeymslu á lóð nr. 19 við Fjólugötu. Erindi var grenndarkynnt frá 15. október 2019 til og með 12. nóvember 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Flosi Kristjánsson f.h. eigenda Laufásavegar 48 dags. 16. október 2019 og Norska sendiráðið dags. 12. nóvember 2019. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 14. nóvember 2019 og er nú lagt fram að nýju.
Stækkun: Kjallari: 50,3 ferm., 133,2 rúmm. 3. hæð: 57,2 ferm., 145,9 rúmm. Samtals eftir stækkun: 621,5 ferm., 1.8350,2 rúmm. Svalir stækkun: 1. hæð: 30,7 ferm. 2. hæð: 10,7 ferm. 3. hæð: 10,5 ferm. Samtals svalir eftir stækkun: 72,1 ferm. Jafnframt er erindi BN053919 dregið til baka. Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 15. mars 2019, Umsögn burðarþolshönnuðar Verkís dags. 23. ágúst 2019 og minnisblað Verkís um brunahönnun dags. 11. september 2019. Gjald kr. 11.200
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

101 Reykjavík
Landnúmer: 102203 → skrá.is
Hnitnúmer: 10009913