nýtt deiliskipulag
Heklureitur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 658
17. nóvember, 2017
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju lýsing skipulagsfulltrúa, dags. 21. september 2017, vegna nýs deiliskipulags fyrir Heklureit. Um er að ræða ca. 2 hektara svæði, lóðir við Laugaveg 168-176 sem eru hluti af skilgreindu þéttingar- og þróunarsvæði við Laugaveg Skipholt skv. aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Á svæðinu er gert ráð fyrir töluverði uppbyggingu á litlum og meðalstórum íbúðum og ákveðið hlutfall byggingarmagns verði skilgreint fyrir atvinnustarfsemi. Kynning stóð til og með 9. október 2017. Eftirtaldir sendu inn umsagnir: Minjastofnun Íslands, dags. 25. október 2017, Hverfisráð Hlíða dags. 2,. nóvember 2017, Skipulagsstofnun dags. 25. október 2017 og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags. 9. nóvember 2017.
Svar

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.