(fsp) breyting á notkun húss
Hagatorg 1
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 mánuði síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 802
18. desember, 2020
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. desember 2020 var lögð fram fyrirspurn Jóns Hrafns Hlöðverssonar dags. 24. nóvember 2020 ásamt greinargerð dags. 23. nóvember 2020 um hvort breyta megi húsnæði Hótel Sögu á lóð nr. 1 við Hagatorg að hluta til eða öllu leyti í íbúðarhúsnæði og hvort rekstur heilbrigðisstarfsemi líkt og þjónusta við aldraða t.d. hjúkrunarheimili falli innan ramma skipulagsins. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. desember 2020.
Svar

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. desember 2020 samþykkt.