Stórfjölskylduhús
Blesugróf 30
Síðast Vísað til verkefnisstjóra á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 687
22. júní, 2018
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Gests Ólafssonar dags. dags. 14. júní 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Blesugrófar vegna lóðanna nr. 30, 32 og 34 við Blesugróf. Í breytingunni felst að heimilt er að gera kjallara undir húsum þar sem landhalli leyfir, að svalir, 1,60 m. á breidd, nái út fyrir byggingarreit, hverju húsi fylgja þrjú bílastæði og að á lóðum nr. 30 og 32 er heimilt að byggja einnar hæðar hús með kjallara en tveggja hæða hús án kjallara á lóð nr. 34 við Blesugróf, samkvæmt uppdr. Skipulags, arkitekta- og verkfræðistofunni ehf. dags. 6. desember 2018 br. 14. júní 2018.
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Blesugróf 8, 10, 12, 14, 16, 18, 20, 22, 24, 26, 28, 38, 40, Jöldugróf 18, 20, 22 og 24, þegar lagfærðir uppdrættir hafa borist embættinu.
Vakin er athygli á að erindið verður ekki grenndarkynnt fyrr en greitt hefur verið í samræmi við gr. 7.6 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.

108 Reykjavík
Landnúmer: 108878 → skrá.is
Hnitnúmer: 10008285