Nýr bílskúr, breyting innan- og utandyra.
Bjarkargata 6
Síðast Synjað á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 803
8. janúar, 2021
Synjað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. nóvember 2020 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. nóvember 2020 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteyptan bílskúr, gera nýja gestasnyrtingu á 1. hæð, breyta fyrirkomulagi í eldri bílskúr og kjallaratröppum auk þess að opna steyptan garðvegg og setja hlið á lóð nr. 6 við Bjarkargötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. janúar 2021.
Erindi fylgir bréf Heimili- fasteignasölu dags. 15. september 2020. yfirlit breytinga á teikningum samþ. 9. júlí 1936. Stærð bílskúrs: 27,2 ferm., 77,5 rúmm. Gjald kr. 11.200
Svar

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 8. janúar 2021.

101 Reykjavík
Landnúmer: 100962 → skrá.is
Hnitnúmer: 10008169