hækka ris og gera íbúð
Úthlíð 7
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 892
10. nóvember, 2022
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. júní 2022 þar sem sótt er um leyfi til að hækka þak, byggja kvisti og svalir og gera íbúð í risi fjölbýlishúss á lóð nr. 7 við Úthlíð. Erindi var samþykkt í grenndarkynningu og er nú lagt fram að nýju ásamt tölvupósti Birgis Haraldssonar dags. 29. júlí 2022 þar sem óskað er eftir skuggavarpi. Erindið var grenndarkynnt frá 15. júlí 2022 til og með 15. ágúst 2022 og að nýju 8. september 2022 til og með 6. október 2022. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Sigríður Lára Guðmundsdóttir dags. 15. ágúst 2022, Alda Júlía Magnúsdóttir f.h. húsfélagsins Flókagötu 58 dags. 15. ágúst 2022, Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, og fh. Bogi Brynjar Björnsson og Guðrún Jórunn Kristinsdóttir dags. 16. ágúst 2022. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi Skipulagsfulltrúa 13. október 2022 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs til afgreiðslu.

105 Reykjavík
Landnúmer: 103572 → skrá.is
Hnitnúmer: 10025273