Viðbygging
Eyjarslóð 5
Síðast Engar athugasemdir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 866
29. apríl, 2022
Engar athugasemdir
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. mars 2022 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. mars 2022 þar sem sótt er um leyfi til að rífa hluta bakhúss og hálfkarað stigahús á framhlið, til að byggja inndregna hæð ofan á og aftan við og til að byggja þriggja hæða viðbyggingu, einangraða og klædda að utan við austurenda húss sem fyrir er á lóð, til að breyta innra skipulagi og fjölga gestum í rými 0104, innrétta veitingastað í flokki ?, teg. ? fyrir 270 gesti í rými 0101, veitingastað í flokki II, teg. f fyrir 220 gesti í rými 0201 og skrifstofur á 3. hæð í húsi á lóð nr. 5 við Eyjarslóð. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

101 Reykjavík
Landnúmer: 100025 → skrá.is
Hnitnúmer: 10009384