Viðbygging við íbúðarhús og niðurríf bílskúrs
Sjafnargata 3
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 4 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 543
19. júní, 2015
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. apríl 2015 þar sem sótt er um leyfi til að reisa viðbyggingu norðan megin þannig að bílskúr er rifinn og útbúin er vinnustofa sem verður tengd kjallara hússins á lóð nr. 3 við Sjafnargötu. Einnig er lagður fram tölvupóstur Rögnu Kristjánsdóttur dags. 5. júní 2015 þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdarfresti vegna yfirstandandi grenndarkynningar. Jafnframt er lagt fram bréf Óskars Jónssonar, dags. 10. maí 2015 þar sem tekið er jákvætt í nýjar framkvæmdir. Erindi var grenndarkynnt frá 11. maí til og með 15. júní 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Samtök íbúa við Sjafnargötu og Freyjugötu, samtals 29 aðilar, mótt. 15. júní 2015.
Bréf frá hönnuði dags. 24. mars 2015 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 23. mars 2015 fylgja erindinu. Niðurrif bílskúrs er: 18,2 ferm., 45,5 rúmm. Stærð viðbyggingar er: 54,5 ferm., 179,7 rúmm. Gjald kr. 9.823
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.