bréf íbúaráðs Laugardals vegna erindi íbúa um skipulagsmál og umgengni
Vogabyggð svæði 3
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 606
21. október, 2016
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 23. júní 2016, að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna Vogabyggðar. Í tillögunni felast breyttar heimildir um fjölda íbúða, nánari skilgreining íbúðarbyggðar, skilgreining nýs svæðis fyrir samfélagsþjónustu, breytt lega stíga og breytingar varðandi forgangsröðun byggingarsvæða. Einnig er lagt fram bréf skipulagsstofnunar dags. 15. júlí 2016 þar sem koma fram ábendingar og bréf Samtaka sveitarfélaga á höguðborgarsvæðinu, dags. 13. júlí 2016, vegna bókunar frá 67. fundi svæðisskipulagnefndar höfuðborgarsvæðisins. Tillagan var auglýst frá 19. ágúst til og með 30. september 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Snarfari, dags. 28. september 2016. Einnig er lögð fram umsögn Íbúasamtaka Laugardals, dags. 30. september 2016. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. október 2016 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.