bréf íbúaráðs Laugardals vegna erindi íbúa um skipulagsmál og umgengni
Vogabyggð svæði 3
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 605
14. október, 2016
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Teiknistofunnar Traðar, jvantspijker+Felixx og Reykjavíkurborgar, dags. 10. júní 2016, að deiliskipulagi Vogabyggðar svæði 2 fyrir svæðið sem afmarkast milli Tranavogar og að Kleppsmýrarveg. Í tillögunni felst endurskipulagning á svæði sem þjónað hefur hlutverki sínu sem iðnaðar- og athafnasvæði og að mæta aukinni þörf fyrir íbúðir og þjónustumiðaðan atvinnurekstur. Einnig er lagður fram skýringaruppdráttur, dags. 10. júní 2016, sneiðingar, dags. 10. júní 2016, og 3D og skuggavarp, dags. 10. júní 2016, almenn greinargerð og skilmálar fyrir innviði, dags. 10. júní 2016 og skilmálar fyrir húsbyggingar og mannvirki á lóð, dags. 10. júní 2016. Jafnframt er lögð fram umhverfisskýrsla, dags. júní 2016, byggðakönnun, fornleifaskrá og húsakönnun, dags. 2016, minnisblað umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngudeildar, um umferðarhermun, dags. 6. júní 2016 og úttekt á friðlýstum svæðum í Reykjavík, dags. ágúst 2013. Tillagan var auglýst frá 19. ágúst til og með 10. október 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Sveinn Hannesson f.h. Gámakó hf., dags. 8. september 2016, Hermann Hermannsson f.h. Vogabyggðar ehf. og Hamla ehf. , dags. 26. september 2016, Börkur Valdimarsson og María Jóhannsdóttir, dags. 28. september 2016, Magnús Þráinsson f.h. Miðhólma, dags. 29. september 2016, Árni Davíðsson f.h. stjórnar LHM, dags. 29. september 2016, Jörundur Jökulsson, dags. 30. september 2016 og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, dags. 30. september 2016. Einnig er lagt fram bréf hverfisráðs Laugardals, dags. 27. september 2016, umsögn Íbúasamtaka Laugardals, dags. 30. september 2016, athugasemd Veitna ohf., dags. 7. október 2016.
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.