bréf íbúaráðs Laugardals vegna erindi íbúa um skipulagsmál og umgengni
Vogabyggð svæði 3
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 647
1. september, 2017
Samþykkt
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. ágúst 2017 var lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds, mótt. 24. ágúst 2017, um framkvæmdaleyfi vegna gatnagerðar á svæði 2 í Vogabyggð. Verkefnið felst í endurgerð núverandi gatna og gerð nýrra gatna í Vogabyggð ¿ svæði 2 eins og það er skilgreint í greinargerð deiliskipulagsins. Um er að ræða framkvæmdir við gerð gatna, gangstétta og lagna á svæðinu. Verkið felst í megindráttum í gerð nýrra gatna, fullnaðarfrágangi stofn- og dreifilagna í götustæði og lokafrágang á yfirborði. Verkefnið er áfangaskipt eins og fram kemur á meðfylgjandi teikningu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 1. september 2017.
Svar

Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 1. september 2017 . Vísað til skrifstofu sviðsstjóra til útgáfu framkvæmdaleyfis. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í . gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1193/2016.