breyting á deiliskipulagi
Bólstaðarhlíð 47, Háteigsskóli
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 694
17. ágúst, 2018
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 26. apríl 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 47 við Bólstaðarhlíð, Háteigsskóli. Í breytingunni felst að koma fyrir byggingarreit fyrir tvær færanlegar kennslustofur á suðausturhluta lóðarinnar. Auk þess er lóðarmörkum að Stakkahlíð 1 breytt í samræmi við gildandi deiliskipulag á þeirri lóð, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 26. apríl 2018. Tillagan var auglýst frá 30. maí 2018 til og með 11. júlí 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir/umsagnir: Hverfisráð Hlíða dags. 4. júní 2018. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. júlí 2018 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.