breyting á deiliskipulagi
Vesturlandsvegur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 812
12. mars, 2021
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Finns Kristinssonar dags. 9. mars 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vesturlandsvegar. Í breytingunni felst færsla á skipulagsmörkum á nokkrum stöðum, áætluð akstursundirgöng sunnan Grundarhverfis eru felld niður, almennar stígabreytingar, svæði fyrir hljóðvarnir skilgreindar o.fl., samkvæmt uppdr. Landslags ehf. dags. 8. mars 2021. Einnig er lögð fram greinargerð, skilmálar og umhverfisskýrsla dags. 7. júní 2018, br. 8. mars 2021, hlóðvistarskýrsla Eflu dags. 10. mars 2021 og hljóðvistarkort dags. í mars 2021.
Svar

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1472/2020.