Fjölbýlishús
Brautarholt 18 og 20
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 5 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 697
7. september, 2018
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. apríl 2018 þar sem sótt er um leyfi til að byggja inndregna 5. hæð ofaná hús og innrétta 22 íbúðir á 2. - 5. hæð, stækka glugga, koma fyrir svölum, byggja stiga- og lyftuhús og hjóla- og vagnageymslur sem verða sameiginlegar með húsi nr. 20 á baklóð húss á lóð nr. 18 við Brautarholt. Einnig er lögð fram beiðni Snorra Siemens dags. 21. júní 2018 um að grenndarkynning vegna byggingarleyfis fyrir Brautarholt 18-20 verði framlengt um 2 vikur, vegna sumarleyfa. Erindi var grenndarkynnt frá 24. maí 2018 til og með 23. júlí 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Ólafur Þór Gunnarsson og Linda Roberts dags. 7. júní 2018, Guðrún Steinarsdóttir og Jóhann Þór Arnarsson dags. 21. júní 2018 og húsfélagið Skipholti 19 dags. 22. júlí 2018. Erindinu var frestað, umsækjandi hafi samband við embættið, á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 24. ágúst 2018 og er nú lagt fram að nýju.
Erindi fylgir bréf hönnuða um skipulagsforsendur dags. 4. janúar 2018 og minnisblað um brunamál dags. 19. febrúar 2018. Stækkun: xx ferm., xx rúmm. Eftir stækkun, mhl. 01: 1.393,5 ferm., 4.887,2 rúmm. Mhl. 02: 125,4 ferm., 375,6 rúmm. Gjald kr. 11.000
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

105 Reykjavík
Landnúmer: 103036 → skrá.is
Hnitnúmer: 10007696