breyting á skilmálum deiliskipulags
Sólvallagata 67, Vesturbæjarskóli
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 698
14. september, 2018
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. september 2018 var lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 6. september 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 67 við Sólvallagötu, Vesturbæjarskóli. Í breytingunni felst að lóðin er stækkuð í suðvesturenda. Vesturvallagata er lögð af sem akstursgata milli Hringbrautar og Ásvallagötu og bætist það svæði við lóðina. Fjögurra m. breið gönguleið á milli skólalóðar og lóðanna Ásvallagötu 81 og Hringbrautar 112-114. Girðing meðfram lóðarmörkum á stækkun lóðar skal vera hámark 1.2 m. á hæð, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 4. september 2018. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
Svar

Visað til skipulags- og samgönguráðs
Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1193/2016.