breyting á deiliskipulagi
Nýlendugata 24
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 856
11. febrúar, 2022
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 28. janúar 2022 var lögð fram umsókn Páls V. Bjarnasonar dags. 15. desember 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Nýlendureits vegna lóðarinnar nr. 24 við Nýlendugötu. Í breytingunni felst að heimilt er að stækka og breyta byggingarreit hússins, samkvæmt uppdr. P ARK teiknistofu dags. 15. desember 2021. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 12. janúar 2022. Erindinu var frestað, umsækjandi hafi samband við embætti skipulagsfulltrúa, og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Nýlendugötu 22 þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 7. 6.gr. sbr. gr. 12 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1551/2021.

101 Reykjavík
Landnúmer: 100160 → skrá.is
Hnitnúmer: 10024242