breyting á deiliskipulagi
Gamla höfnin - Vesturbugt, reitir 03 og 04
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 793
16. október, 2020
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Pálmars Kristmundssonar dags. 7. október 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vesturbugtar, Gamla höfnin, vegna reita 03 og 04. Í breytingunni felst að göturými Hlésgötu er bætt við reiti 03 og 04 og stækka svæðin sem því nemur, fjölga íbúðum úr 170 í 190, heimilt verði að breyta 3 raðhúsum á reit 03 í fjölbýlishús með því að tengja þau húsinu við hliðina (Mýrargata) með svalagangi, heimilt verði að breyta 2 x 3 raðhúsum á reit 04 í fjölbýlishús með því að tengja þau hornhúsunum sín hvoru megin með svalagöngum, heimilt verði að nýta jarðhæð á suðvestur horni á reit 04 fyrir allt að 7 íbúða búsetuúrræðiskjarna o.fl., samkvæmt uppdr. PK Arkitekta ehf. dags. 9. september 2020.
Svar

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.

101 Reykjavík
Landnúmer: 218883 → skrá.is
Hnitnúmer: 10123295