breyting á deiliskipulagi
Gamla höfnin - Vesturbugt, reitir 03 og 04
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 845
15. nóvember, 2021
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Pálmars Kristmundssonar dags. 7. október 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vesturbugtar, Gamla höfnin, vegna reita 03 og 04. Í breytingunni felst að göturými Hlésgötu er bætt við reiti 03 og 04 og stækka svæðin sem því nemur, fjölga íbúðum úr 170 í 192, heimilt verði að breyta 3 raðhúsum á reit 03 í fjölbýlishús með því að tengja þau húsinu við hliðina (Mýrargata) með svalagangi, heimilt verði að breyta 2 x 3 raðhúsum á reit 04 í fjölbýlishús með því að tengja þau hornhúsunum sín hvoru megin með svalagöngum, heimilt verði að nýta jarðhæð á suðvestur horni á reit 04 fyrir allt að 7 íbúða búsetuúrræðiskjarna o.fl., samkvæmt uppdr. PK Arkitekta ehf. dags. 8. apríl 2021. Einnig er lagt fram minnisblað Einars I. Halldórssonar, dags. 20. maí 2021. Tillagan var auglýst frá 15. júní 2021 til og með 28. júlí 2021. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: bókun fulltrúa Pírata og fulltrúa íbúasamtaka í íbúaráði Vesturbæjar dags. 18. júní 2021, Pétur Einarsson f.h. húsfélagsins Mýrargötu 26 dags. 6. júlí 2021 og Veitur dags. 28. júlí 2021. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 6. ágúst 2021 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

101 Reykjavík
Landnúmer: 218883 → skrá.is
Hnitnúmer: 10123295