Breyting á skráningu á 2. hæð svo að í stað íbúðar/vinnustofu með einu rýmisnúmeri komi 2 íbúðir með 2 rýmisnúmerum.
Tryggvagata 16
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 567
18. desember, 2015
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Á fundi skipulagsfulltrúa 13. nóvember 2015 var lögð fram umsókn Michaels Blikdals Erichsen, mótt. 27. október 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi Naustareits vegna lóðarinnar nr. 16 við Tryggvagötu. Í breytingunni felst hækkun á nýtingarhlutfalli, breyta þaki þannig að koma megi fyrir þaksvölum sem tengja má við stigagang og breyting á kvistum. Einnig verður lóðin skilgreind sem atvinnu- og íbúðalóð, samkvæmt uppdr. Urban arkitekta ehf., dags. 24. október 2015. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt samþykki eigenda, mótt. 3. desember 2015.
Svar

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.