framkvæmdaleyfi
Bústaðavegur og Háaleitisbraut
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 1 ári síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 754
6. desember, 2019
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Vegagerðarinnar dags. 15. júlí 2019 um framkvæmdaleyfi vegna m.a. gerðs fráreinar í akstursstefnu til austurs og breikkun rampa til suðurs á Kringlumýrarbraut ásamt breytingu á akstursleið inn á rampann frá norðurakbraut Bústaðavegar og setja ný umferðarljós á rampann. Einnig er lagt fram teikningarsett Hnit verkfræðistofu dags. 10. júlí 2019, Hljóðvistarskýrsla dags. 24. október 2019, minnisblað um Hljóðvistarútreikninga við Bústaðavegdags. 25. október 2019 og Hljóðkort eftir breytingar við Bústaðaveg dags. 25. október 2019. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. ágúst 2019. Erindi var grenndarkynnt frá 4. nóvember 2019 til og með 2. desember 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Jens Helgason og Guðrún Ragnars dags. 16. nóvember 2019, Logos lögmannsþjónusta f.h. Hjörleifs Pálssonar og Helenu Hilmarsdóttur dags. 21. nóvember 2019 og íbúar við Beykihlíð og Birkihlíð dags. 30. nóvember 2019.
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

108 Reykjavík
Landnúmer: 108278 → skrá.is
Hnitnúmer: 10122640