(fsp) reitur 12B - breyting á deiliskipulagi
Elliðaárvogur/Ártúnshöfði svæði 1
Síðast Synjað á fundi fyrir 1 ári síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 588
3. júní, 2016
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 30. maí 2016, vegna samþykktar borgarráðs frá 26. maí 2016 á eftirfarandi tillögu borgarstjóra frá 24. maí 2016: "Lagt er til við borgarráð að umhverfis- og skipulagssviði og skrifstofu eigna og atvinnuþróunar verði falið að efna til kynningarfundar, þar sem annars vegar verði kynnt fyrir lóðarhöfum við Elliðaárvog og Átúnshöfða vinningstillaga úr samkeppni um rammaskipulag og hins vegar hugmynd að stofnun þróunarfélags lóðarhafa með Reykjavíkurborg að samstarfi um uppbyggingu hverfisins eða hluta þess. Í framhaldi af kynningarfundi taki skrifstofa eigna og atvinnuþróunar upp viðræður við lóðarhafa um stofnun þróunarfélags/-félaga og láti m.a. vinna frumkostnaðarmat að uppbyggingu innviða í hverfinu. Í viðræðum við lóðarhafa verði byggt á samningsmarkmiðum Reykjavíkurborgar sem samþykkt var á fundi borgarráðs 27. nóvember 2014. Auk þess verði sett upp samningsmarkmið vegna uppbyggingar samgönguáss og sérákvæði vegna uppbyggingar hverfisins. Hugmynd að samningsmarkmiðum og verkefnum þróunarfélagsins er lýst í fylgiskjali nr. 1. Enn fremur skal láta vinna rammaskipulag fyrir allt svæðið sem byggir í meginatriðum á vinningstillögu í hugmyndasamkeppni um rammaskipulag Elliðaárvogs - Ártúnshöfða auk sérstakrar skipulagsforsagnar sem skipulagsfulltrúa er falið að útbúa. Miða skal við að rammaskipulag liggi fyrir eigi síðar en í nóvember nk. Samhliða rammakipulagsvinnunni verði gerð deiliskipulagstillaga að svæði sem þróunarfélagið nær til, náist samkomulag um stofnun þess.
Svar

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.