breyting á deiliskipulagi
Hólavað 63-71
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 631
12. maí, 2017
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Kjartans Hrafns Kjartanssonar dags. 31. janúar 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna raðhúss á lóð nr. 63-71 við Hólavað. Í breytingunni felst breyting á byggingarmagni/nýtingarhlutfalli, m.a. að bæta við kvist og hækka hús, samkv. uppdrætti KRark., dags. 8. febrúar 2017. Tillagan var auglýst frá 1. mats til og með 24 apríl 2017. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Guðni Þór Sigurjónsson, dags. 20. apríl 2017 og 8 íbúar að Hólavaði 45-61, mótt. 23. apríl 2017. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 28. apríl 2017 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs.