breyting á deiliskipulagi
Hólavað 63-71
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 615
6. janúar, 2017
Synjað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. júlí 2016 var lögð fram umsókn Kjartans Hrafns Kjartanssonar dags. 15. júní 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna raðhúss á lóðum að Hólavaði 63-71. Í breytingunni felst breyting á byggingarmagni/nýtingarhlutfalli, m.a. að bæta við glerskálum og geymsluloftum á húsunum, samkvæmt uppdr. KRark., Kristinn Ragnarsson, dags. 31. janúar 2016. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 6. janúar 2017.
Svar

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 6. janúar 2017.