breyting á deiliskipulagi
Kvistaland 26
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 1 ári síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 884
15. september, 2022
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Fossvogshverfis vegna lóðarinnar nr. 26 við Kvistaland. Í breytingunni sem lögð er til felst breyting á lóðarmörkum lóðarinnar ásamt því að lögun byggingarreits fyrir leikskólabygginguna breytist og stækkar. Mænishæð er breytt og gert ráð fyrir að hækka þakið, en allar byggingar eru áfram ein hæð. Gert er ráð fyrir sorpgerði austan við leikskólann, innan byggingarreits leikskólans. Byggingarreitur færanlegrar stofu er breikkaður til suðurs. Gert er ráð fyrir hjóla- og vagnageymslu innan lóðar og 30 hjólastæðum, 10 fyrir starfsmenn og 20 fyrir nemendur, ásamt því að núverandi stígur á opna svæðinu er færður út fyrir áætluð lóðamörk, samkvæmt uppdr. Landslags dags. 23. mars 2022. Tillagan var grenndarkynnt frá 27. maí 2022 til og með 27. júní 2022. Eftirfaldar sendu athugasemdir/ábendingu: Veitur dags. 10. júní 2022, Katrín Olga Jóhannesdóttir, Hávarður Finnbogason, Þórunn Rafnar og Karl Ólafsson dags. 20. júní 2022 og Frosti Sigurjónsson, Auður Svanhvít Sigurðardóttir, Steingrímur Arnar Finnsson og Unnur Agnes Jónsdóttir dags. 27. júní 2022. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. júní 2022 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

108 Reykjavík
Landnúmer: 108800 → skrá.is
Hnitnúmer: 10014147