framkvæmdaleyfi
Austurheiðar - Trippadalur
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 643
28. júlí, 2017
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju lýsing umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 17. maí 2017, um nýtt deiliskipulag fyrir Hólmsheiði, athafnasvæði. Stærð svæðis er um 47 hektarar og markmiðið er að skipuleggja lóðir fyrir gagnaver í samræmi við þau lóðarvilyrði sem hafa verið gefin út í borgarráði, auk þess að koma fyrir öðrum fjölbreyttum atvinnulóðum á svæðinu hvað varðar stærð og umfang í samræmi við skilgreiningu athafnasvæðis í aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 o.fl. Sjá nánar lýsingu. Kynning stóð til og með 24. júlí 2017. Eftirtaldir sendu inn umsagnir: Umhverfisstofnun, dags. 14. júlí 2017, Minjastofnun Íslands, dags. 18. júlí 2017, Landsnet, dags. 18. júlí 2017, Vegagerðin, dags. 24. júlí 2017 og Veðurstofunnar, dags. 25. júlí 2017.
Svar

Vísað til meðferðar verkefnisstjóra.